Djúpslökun með hugleiðslu

Langar þig að upplifa djúpa og nærandi slökun?

Áttu erfitt með að kyrra hugann?

Vantar þig aðstoð með að komast í hugleiðsluástand?

Viltu prófa að lifandi hugleiðslu í staðinn fyrir að hlusta í einrúmi?

Þessi sérstaki þjónustupakki samanstendur af 3 skiptum þar sem þér er leiðbeint í gegnum djúpslökunar-hugleiðslu, eftir að búið er að fara yfir þau atriði sem þér finnst þig vantar nánari þekkingu á, til að geta komist í djúp hugleiðslu- og slökunarástand. Það getur oft verið mun öflugra að vera í návist við þann sem leiðir hugleiðsluna heldur en að hlusta á það í gegnum heyrnartól.

Í 2. tímanum er einnig í boði að upplifa djúpslökunar-nudd, þar sem gefin er enn dýpri útgáfa af hvert hugur þinn getur farið og upplifað, en þetta er heildrænt nudd með áherslu á slökun, heilun og orkuflæði. Ath. að þetta þú mátt velja hvort þú nýtir þér þetta, eða notar tímann frekar í "hefðbundna" hugleiðslu (eins og tími 1 og 3).

Farið verður í allnokkrar aðferðir sem virka til að ná að betri stjórn á huga þínum, og lægja öldurót hugsana þinna sem mögulega stuðla að sífelldu streymi af innri og ytri áreitum og halda þér frá því að finna kyrrð hið innra.

Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa/n þig, og hvernig þú getur skapað þér réttar aðstæður til að geta upplifað innri kyrrð og slökun, þegar þú þarft á því að halda, á þann hátt sem þér hentar.

Í þessum þjónustupakka er gert ráð fyrir að hittast í 3 skipti, 1,5 klst í senn, með fókus á það helsta sem skiptir þig máli að fara í gegnum hverju sinni. Gefin eru auðvel en áhrifarík heimaverkefni til að fara í á milli skipta, ásamt meira efni sem verður afhent í tímum.

Þegar þú pantar þennan þjónustupakka gefst þér tækifæri á að velja um hvenær þér hentar að mæta í fyrsta skiptið, og ákveðum svo þá tímasetninguna á 2. og 3. skiptinu.

Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.

Sjálfseflispakki
Djúpslökun með hugleiðslu

Innifalið: 4,5 klst einkatímar/námskeið
(dreift á 3 skipti, 1,5 klst í senn)

Verð: 25.000 kr.

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari