Heildræn meðhöndlun
Þetta er tími fyrir þig þar sem farið verður í það sem þú þarft mest á að halda núna. Byrjum á samtali þar sem kemur svo í ljós hvaða leiðir er best að fara til að framkalla sem bestan árangur í því sem þú sækist eftir.
Með því að fara heildrænt í málin erum við ekki að einblína aðeins á eina aðferð til notkunar, heldur að nálgast "verkefnið" frá mörgum áttum og mögulega mörgum mismunandi leiðum og aðferðum, með fókus á að þú öðlist það sem þú þarft mest á að halda hverju sinni.
Dæmi um nálgun, leiðir og meðferðar-aðferðir sem gætu verið notaðar eru: samtal, markþjálfun, djúpslökun, dáleiðsla, hugleiðsla, heildrænt nudd, heilun, orkuvinnsla/jöfnun, hljóðefni, orkuhreyfingar o.fl.
Hvert og eitt tilvik er einstakt. Hver tími er aðlagaður að því sem skiptir mestu máli fyrir þig.
Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.