Heildrænt heilsunudd & djúpslökun
Sérstök blanda af heildrænu nuddi, ljósmiðlun, hugleiðslu, orkujöfnun og hljóðflæði.
Viltu upplifa eitthvað alveg nýtt?
Viltu finna djúpslökun á nýrri dýpt?
Þetta er heildræn nuddmeðferð, sem er sambland af mörgum samvinnandi þáttum, þróað til að framkalla farveg fyrir þig til að komast í djúpslökun, og upplifa sjálfa/n þig á nýjan hátt, og styðja þitt eigið kerfi (hug og líkama) til að efla og heila sjálft sig á þann hátt sem er mest aðkallandi á hverjum tíma.
Með því að framkalla viðeigandi ástand í hug og líkama nuddþegans, þá eflist hann sjálfur í sínu eigin ferli að betri heilsu, hugarró og orkujafnvægi.
Reynsla og upplifun hvers og eins er einstök og persónuleg, og oftar en ekki kveiknar á nýju sviði hjá viðkomandi – að upplifa sinn eigin sannleik og vitund, sitt eigið sjálf. Nýr skilningur kveiknar út frá nýju sjónarhorni. Hugarró og rými skapast til að tengja saman punkta í nýju samhengi, og fá dýpri heildarmynd í sína eigin upplifun í núinu.
Þetta er í raun sambland af heildrænu nuddi, djúpslökun, ljósflæðisheilun (ljósmiðlun), orkujöfnun, notkun orkupunkta, hugar- og hljóðflæði á djúpslökunar-tíðni.
Í þessari nuddmeðferð liggur nuddþegi alltaf á maganum, þar sem mest af vinnslunni fer í gegnum bakið, herðar, hendur, höfuð.
Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.
Mynd frá meðferðaraðstöðu Ljóseindar
Einkatími
Heildrænt nudd & djúpslökun
Lengd: 50 mín eða 80 mín
(heilsunudd/djúpslökun/orkujöfnun)
HÆGT AÐ FÁ SEM GJAFABRÉF - AFGREITT RAFRÆNT SAMDÆGURS
Verð: 12.500 (50 mín)
eða 14.500 kr. (80 mín)
Magnafsláttur í boði - sjá neðar.
Meðferðaraðili
Hjalti Freyr Kristinsson
heilsunuddari, ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur