Heilun / Ljósmiðlun

Þín eigin heilunarstund - fyrir þig.

Það eru margar tegundir til að heilun og margs konar skilningur á hvað það er og gerir raunverulega. Það er bæði hægt fara vísindalega leið að því hvernig heilun virkar, og líka hægt að nálgast það sem mátt bænarinnar. Svo er heilt litróf þarna á milli um hvað meira getur verið í gangi, en þegar allt kemur til alls, snýst þetta um hvernig þér líður, hvað þú upplifir, og hvaða áhrif heilun hefur á þig, líkamlega, andlega, huglægt.

Margir finna fyrir ýmsum hitabreytingum, sumir finna einhvers konar orkustreymi flæða um sig, sumir verða varir við liti, ljós eða einhverja sjónræna upplifun.

Í einhverjum tilvikum er mögulega líka hægt að finna fyrir einhverjum hreyfingum eða breytingum í líkamanum. Stundum getum sársauki byrjað að dvína, en einnig er ekki óeðlilegt ef sársauki eykst tímabundið.  Og svo er alveg eins líklegt að sumir finni ekki fyrir neinu á meðan heilun stendur yfir.

Hvað svo sem gerist, er gott að vera vakandi fyrir því hvort og hvernig breytinga verður vart í kjölfarið, seinna um daginn eða kvöldið, daginn eftir eða enn lengra.  Stundum eiga breytingar sér stað svo hægt eða á fínlegan hátt að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim fyrr en einhver tími er liðinn og þá taka eftir smávægilegum en jákvæðum breytingum sem hafa átt sér stað yfir vissan tíma.

Það er þó eitt sameiginlegt hjá flestum (ef ekki öllum) svo fara í svona heilunarstund, en það er djúp kyrrð sem færist yfir, hugur og líkami róast niður og almenn vellíðan eykst. Upplifunin er persónuleg fyrir hvern og einn.  Það skal þó taka skýrt fram að það er aldrei hægt að lofa hvað mun gerast.

Heilunarferlið fer yfirleitt þannig fram að þiggjandinn situr á stól (í einhverjum tilvikum gæti þó hentað betur að liggja á bekk) á meðan heilun stendur yfir, sem er gerð með handayfirlögn á axlir, herðar og höfuð þiggjandans. Stundum er farið á önnur svæði eftir því sem þurfa þykir, t.d. maga, fætur, hné o.s.frv.

Ath. Að sjálfsögðu er og skal aldrei á nokkurn hátt farið yfir þau mörk sem þiggjanda líður vel með - og skal alltaf finna til fyllsta öryggis.

Einkatími
Heilun / Ljósmiðlun

Lengd: 15 mín 

Verð: 3.000 kr. (15 mín)

Meðferðaraðili / Heilari

Hjalti Freyr Kristinsson
heilsunuddari, ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur