Markþjálfun í fyrirtæki

Hvað er fyrirtæki án fólksins?

Ef fólki líður vel í vinnunni, er nokkuð ljóst að það eru mun meiri líkur á að fyrirtækinu gangi betur á öllum sviðum þess.

Hvort sem um smá eða stærri fyrirtæki er að ræða, skipta allir máli og hvað sem getur tryggt vellíðan og góða afkastagetu hvers og eins.

Ljóseind býður upp á sérstakar lausnir fyrir fyrirtæki sem byggist á markþjálfun og sjálfseflingu hvers og eins starfsmanns, með eftirfarandi atriði að leiðarljósi;

• Að veita öruggt umhverfi og farveg til að geta talað um það sem skiptir hann/hana raunverulega máli.

• Að fyllsta trúnaðar sé gætt gagnvart hverjum og einum til að hægt sé að tjá sig frjálst - í fullu trausti og virkri hlustun.

• Að finna og setja fókus á það sem hefur mest áhrif á árangur í starfi viðkomandi og hvernig hægt er að efla það, samhliða lífi utan vinnu.

• Að finna og skilgreina betur sín eigin gildi og hvernig þau geta passað við gildi fyrirtækisins.

• Að uppgötva og efla sína helstu styrkleika og samskiptahæfni.

• Að yfirstíga stærstu hindranirnar sem standa í vegi fyrir betri starfsgleði og árangursríkari afkastagetu.

• Að innleiða betra skipulag í vinnuvikuna og komast yfir fleiri nauðsynleg verkefni.

• Að efla styrk sinn til að takast á við svo til hvað sem er.

"Sjáðu vel um starfsfólkið þitt og það mun sjá vel um fyrirtækið þitt. Svo einfalt er það."

- Richard Branson

Fylltu út formið hér fyrir neðan til að fá tilboð fyrir þitt fyrirtæki, eða smelltu á hnappinn hér til hægri til að panta tíma (velur þar tímafjölda og uppfærir körfu). Þú getur einnig haft samband í síma 898 8881 til að ræða málin betur og fá séraðlagaða lausn sem hentar fyrirtækinu sem best.

Markþjálfi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, kerfisfræðingur,
dáleiðslutæknir Dip.CH, heilsunuddari