Vektu OrkuVitundina
& LjósMagnaðu Líf Þitt - 6 vikna áskorun

Ert þú meðferðaraðili, markþjálfi, hjarta-tengdur frumkvöðull eða ein/n af þeim sem skynjar orku og líðan annarra í kringum þig (empath), sem jafnvel getur haft þreytandi eða önnur neikvæð áhrif á þig?

 

Þetta er námskeið (og fjarþjálfun) sérhannað til að hjálpa þér að byggja upp og efla innri styrkinn, orku-vitundina, innra jafnvægið, innra traustið, tenginguna við kjarnann þinn og efla þína eigin meðfæddu hæfileika o.fl. OG geta nýtt þér þetta allt saman í daglegu lífi og vinnu.
- Og sérstaklega til að öðlast betri stjórn á þinni eigin orku og upplifun, ef þú hefur átt t.d. í erfiðleikum með að finna til eigin styrks og vellíðunar innan um krefjandi fólk eða aðstæður.

Spurningin er  hvernig þú ferð að því núna að halda þér í góðu jafnvægi og orkustigi, í þinni réttu orku og að geta sinnt þinni eigin sjálfsrækt, að þjálfa þitt eigið innra jafnvægi og orkulega vellíðan, ef þig vantar mögulega einbeitinguna, orkuna eða sjálfsagann til þess?

 

Hvernig á að koma þessu öllu saman fyrir inn í dagskipulagið, ef þér finnst þú ekki hafa nægan tíma, réttu aðferðirnar eða réttu hæfileikana til þess?

Og þá sérstaklega ef þú ert að vinna með eða kringum annað fólk, þar sem sumir mögulega virðast tæma þig af allri orku, eða hafa annars konar “neikvæð” áhrif á þig? Við þekkjum öll ýmsa aðila sem mættu flokkast ansi vel sem orku-sugur eða ansi hæfir “narcissistar” (ég hef ekki fundið rétta íslenska orðið yfir þetta ennþá, en þú skilur hvað ég á við).

Er raunverulega hægt að líða vel, í góðu orku-jafnvægi, í meðvituðu ástandi með sína eigin orku-líðan og skynjun, ásamt innri hugar-kyrrð og sjálfstrausti, án þess að stunda margra mánaða hugleiðslur eins og aldagamlar munkar og loka sig af inn í helli einhversstaðar – alveg aftengt lífinu í kringum þig. 
Myndir þú segja að það væri dýrmætt ástand að komast í og geta verið í, dagsdaglega?

Ég gæti vel trúað að þú værir búin/n að prufa alls konar leiðir hingað til, hugleiðslukerfi, þjálfunar-aðferðir, lesið ótal bækur og sótt fjölmörg námskeið. Og mikið af þessu gæti hafa veitt þér einhvern árangur, hér og þar.. en þú ert mögulega samt að eiga í erfiðleikum með að tileinka þér það eða finna réttu leiðina til að nýta þér það í hinu daglega lífi (og eiga við allt sem 3D lífið er að henda til þín á sama tíma).

Hvar finnur þú tíma til þess að hugleiða eða sinna þinni eigin mikilvægu sjálfsrækt – til þess að uppgötva og þjálfa meira af þeim óendanlegu hæfileikum sem þú býrð yfir, og vakna meira og meira til þinnar eigin sjálfsvitundar? Og þetta á sérstaklega við ef þú meðferðaraðili, heilari, markþjálfi, eða í ððru gefandi fullu starfi (já, foreldrahlutverkið er líka fullt starf (ég hef sjálfur 3 🙂).

 

Og hvernig ferðu að því að setja fullt af tíma, orku og peningum í eitthvað eins og námskeið, einkatíma, nýjar þjálfunar-aðferðir o.fl. ef þú ert svo ekki að nýta þér það almennilega (eða bara eitthvað)?

 

Og af hverju hræðast oft margir að kynnast eða þróa sína eigin meðfæddu hæfileika, þó ekki væri annað en að verða meðvitaðri um sína eigin orku og hvernig það getur nýtst í daglegu lífi?

Áttu þess mögulega kost nú þegar að vera í virku sambandi við þitt eigið innra sjálf, að fylgjast með þínum eigin hugsunum og orkulíkama, á meðvitaðan hátt, og jafnframt stigmagnandi virkjað meira af því sem þú býrð yfir, án þess að finnast þú vera ein/n eða verandi í stanslausri baráttu við 3D lífið í kringum þig?

- Hvenær nærðu einhverri stund fyrir sjálfa/n þig á hverjum degi?

- Er hægt að gera það almennilega það án þess að fá aðstoð frá öðrum? Sumir eiga auðveldara með það, aðrir ekki. Þó ekki sé annað en bara halda sér við efnið.

- Ertu að hugleiða reglulega, eða stunda einhvers konar orkuæfingar, með meðvitaðri einbeitingu? Hversu oft?

- Og hvað um árangurs-mælingar, til að geta betur fylgst með hvernig þér er raunverulega að ganga, að því sem þú ert að sækjast eftir?

Ok.. dragðu nú djúpt andann.. ANDA... SLAKA..

EF þú tengir við eitthvað (eða allt) hér fyrir ofan.. og jafnvel daglega... þá gæti ég mögulega aðstoðað, með þessum sérstaka námskeiðs/þjálfunar-pakka sem ég er búinn að setja hérna saman.

Og rétt að taka það fram, ég er ekki að þykjast kunna allt og geta allt.. en í gegnum tíðina hef ég unnið með talsvert mikið af fólki, margir vaknandi í sínu eigin andlega ferðalagi, margir meðferðaraðilar, frumkvöðlar, næmir einstaklingar, og svo margir sem vilja láta gott af sér leiða í heiminum.. og ég hef aðstoðað þá með ýmsum aðferðum, heildrænu nuddi, heilun, markþjálfun hugleiðslu, djúpslökun, dáleiðslu, skynjunarskilning, ljósmiðlun, kennslu og þjálfun af ýmsum sviðum. Og þá alltaf aðlagað að vitundarstigi, áhugasviði, og orkujafnvægi hvers og eins.

Myndir þú njóta þess að hætta finna fyrir reglulegu orkuleysi, stressi, ofviða upplifun eða vankunnáttu… og LOKSINS tekið málin í þínar hendur til að framkalla þinn sanna kraft, innra jafnvægi og orkuvitund, og að geta nýtt þér þína ört stækkandi hæfileika í þínu daglega lífi og vinnu?

✅ 6 vikna “Endurheimtu orkuna og LjósMagnaðu líf þitt” áskorun sem gerir þér kleift að stíga inn í orkuna þína og viðhaldið henni daglega, ásamt innri styrk og jafnvægi.

- Þú munt tileinka 5-30 mínútur á dag  (ef meira hægt þá en betra að sjálfsögðu)
- Þú horfir á nokkur stutt og hnitmiðuð kennslu/þjálfunar-myndbönd frá mér í hverri viku.
- Þú ferð í sérhannaðar hugleiðslur í bland við ýmsar auðveldar og skemmtilegar orkuæfingar.
- Æfingar í innri kyrrð, þinni innri hlustun og vaxandi orku meðvitund (orkuvitund), þinni innri skynjun og innsæi.
- Við æfum fjölbreyttar notkunaraðferðir í andlegri iðkun, skynjun og orkustjórnun í daglegu lífi

- Þú æfist jafnt og þétt í öflugum aðferðum sem geta byrjað að nýtast þér mjög vel við og meðfram öllu öðru sem þú tekur þér fyrir hendur.

✅ Viðbót #1: Vikulegir hóp-fundir á zoom til að aðlaga þjálfunina betur að þér (aðeins í boði í takmarkaðan tíma)

✅ Viðbót #2: Fókus-hópur á FB þar sem hjálpar við að halda sér við efnið, og að deila reynslu og árangri (þú ert ekki ein/n í þessu ferðalagi) og er um leið líka auka hvatning fyrir þig.
✅ Viðbót #3: Snjallforrit/APP fyrir símann þinn, með þjálfunarpakkanum (skref fyrir skref), kennsluefninu, æfingunum, hugleiðslunum og árangursmælingar - sem þú getur hvar og hvenær sem þú vilt.
✅ Viðbót #4: LjósMögnun VIP aðild: sem mun veita þér aðgang í nýtt efni (námskeið, hugleiðslur, æfingar), hópþjálfun (eftir áskorun) o.fl sérstök tilboð sem verða kynnt síðar (þessi viðbót rennur bráðum út).
✅ Viðbót #5: 3 tímar í markþjálfun (upp að 1 klst hver tími) með viðfangsefni að þínu eigin vali, eða nánari vinnsla með sérstök orku-tengd atriði í þínu daglega lífi.

✅ Viðbót #6: Þín eigin sérgerða útgáfa af hugleiðslu-hljóðskjal, með þínum eigin staðfestingum eða setningum sem þú velur, til að styrkja enn frekar framköllunn á þínum persónulegu markmiðum og draumum.

 

Og þetta allt er sett saman í þennan pakka núna og með ansi ríflegum afslætti fyrir fyrstu aðilana.

 

Ef allt ofantalið væri selt á sínu rétta verði, þá væri heildarupphæðin um 222þ ISK. ($1788). En af sérstökum ástæðum hef þetta allt á sérstaklega niðursettu verði núna í takmarkaðan tíma.
Vegna þess... að til að byrja með er ég að setja þetta í gang með takmörkuðum fjölda þátttakenda, sem ég mun vinna sérstaklega með til að fínpússa framsetningu, efnistök og æfingar námskeiðsins í þessar 6 vikur sem það stendur yfir, og þá um leið tryggja sem bestan árangur hvers og eins, og einnig fá enn dýpri endurgjöf af heildarvirkni, reynslu og árangri, og mögulega gera þjálfunarprógrammið enn betra áður en ég opna það fyrir heiminum (í gegnum APPið mitt o.fl.).
Og já, ég mun líka vonast eftir því að fá nokkrar umsagnir til þess að nýta í kynningar o.fl. ;)
Pakkaverðið sem ég hef sett þetta niður í núna er 65.000 ISK ($499). Og já, ég býð líka upp á auðvelda skiptingu (hugsum í lausnum) fyrir þá sem það hentar betur, ekkert mál. Hafðu bara samband upp á að finna út hvernig þetta myndi ganga upp sem þægilegast fyrir þig 💖

Vilt þú hækka orkuna þína, orkuvitundina, auka innra jafnvægi, styrk og sjálfstraust - og líða betur dagsdaglega í orkunni þinni (og í umgengni við annað fólk).

 

Ertu tilbúin/n í næsta skref?

 

Hlustaðu með hjartanu 💖

 

Smelltu hér til að skrá þig
(ekki bíða of lengi, því hópurinn er að byrja núna á næstu dögum).


Aðeins nánar um ástæðuna mína fyrir þessu námskeiði.
Fyrir ekki svooooo löngu síðan var ég í þessum sporum sjálfur (ok, ég er 48 ára, en finnst ég oft vera svo miklu yngri 😉.

En, á barna- og unglingsárum þá var ég oft í mikilli baráttu við ýmsar áskoranir lífsins, og á meðan ég var að vakna til míns andlega veruleika, skynjunar og orkuvitundar, sem getur verið frekar stór pakki að eiga við, og þá sérstaklega verandi á tæknimálinu “over moderate introverted empath” – eða yfir meðallagi innhverfur tilfinninga-skynjari (haha.. jáekki besta þýðingin, en þú skilur) 😉 Ég sem sagt var að skynja ansi margt og mikið í kringum mig, sem ég oftast skildi ekki hvað var, eða hvernig það virkaði, og það var að hafa alls konar áhrif á mig, sem bitnaði jú oft á minni eigin liðan, orku, og samskiptum við aðra.

Er þetta mögulega eitthvað í áttina að því sem þú ert að upplifa í dag... eða í gegnum lifið?

 

👇 Hér er það sem ég legg til. 👇

Í gegnum árin (í raun alveg síðan ég var að klára unglinsárin mín) þá hefur fólk komið til mín reglulega með beiðni um ýmis konar aðstoð. Sumum finnast þeir vanta einbeitingu, skilning, kunnáttu, sumir að eiga við sjálfs-heftandi hugsanamynstur, sumum vantar bara orku eða rými til sjálfsræktar, aðferðafræði, sjálfstraust, hugrekki, stuðning o.fl. og ýmsum finnast þeir bara týndir á sinni andlegu leið. Og hvað þá heldur innan um allt það sem er í gangi í veröldinni þessa dagana.

 

Þannig að “ég” fékk þá ljósríku hugmynd að búa til einfaldan en skipulagðan leiðarvísi til þess að hjálpa þér að komast af þeim stað sem þú ert núna yfir í að verða orkuríkur og –meðvitaðri einstaklingur, með sterkara sjálfstraust og skilning á virkni orku og skynjunar þinnar, á 6 vikum!

 

Bara einfalt plan til að hjálpa þér úr því að vera eiga við þreytu, orkutap, stress, einbeitingarleysi, ofviða og stefnuleysi, yfir í að upplifa það að vera andlega vakandi, með innra jafnvægi, í hug og líkama, sterkari 💪 orkuvitund og virka skynjunarhlustun, auk þess að vera hafa all nokkrar aðferðir til að framkalla djúpa slökun og hugleiðsluástand, orkuhleðslu, orkuvörn, sjálfsheilun, innri kyrrð o.fl. – þar sem þú ert við stjórnvölinn á þinni eigin orku og líðan (en ekki umhverfið eða fólk í kringum þig) – OG aðferðir til þess að notfæra þér þetta í þínu daglega lífi.

 

✅ Ef þú hefur áhuga á að vera með í þessu, láttu mig vita, eða smelltu hér til að skrá þig.
Og mundu, ekkert mál að útbúa hvers konar greiðsluplan sem þér líður vel með.
Ljós með þér 💖

Hjalti

Námskeið
Vektu OrkuVitundina og LjósMagnaðu Líf Þitt

Lengd: 6 vikur
(fjarnámskeið, zoom hópfundir, einkatímar, hugleiðslur og verklegar orkuæfingar)
- sjá nánari lýsingu hér til hliðar

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari