Djúpslökun og innri kyrrð
Lærðu og tileinkaðu þér virkar aðferðir til að komast í djúpslökun og upplifa innri hugarró.
Þetta námskeið er fyrir alla sem vilja geta tekið frí frá stressi og áreiti dagsins, og fundið kyrrðarstund innra með sér á áreiðanlegan hátt.
Á námskeiðinu er farið yfir vissa grunnþætti sem auka meðvitund þína um þitt eigið ástand, og hvernig þú getur byggt upp eigin getu til að geta framkallað sannkallaða friðarstund hið innra í djúpri en meðvitaðri slökun, að kyrra hugann.
Kyrrð sem hefur róandi og um leið eflandi/orkuhlaðandi áhrif á líkama okkar, og um leið kemur betra jafnvægi á hugarástand okkar, í stað þess að leyfa ríkjandi stress-ástand að hafa sín áhrif á okkur, bæði líkama og hugarástand.
Það skiptir svo miklu máli að geta gefið sér tíma inn á milli fyrir okkur sjálf, til að ná að anda í frið og ró, og leyfa ölduróti dagsins að lægja niður, og finna hversu dýrmætt það er að upplifa kyrrð.
Við förum einnig í allnokkrar verklegar æfingar til að þjálfa færni þína í djúpslökun og hvernig þú getur nýtt þér það á praktískan hátt, og þá um leið hvernig jákvæð áhrif það byrjar að hafa á þig jafnt og þétt.
Verklegar æfingar byggjast m.a. á hugleiðslu, sjálfsdáleiðslu og aðferðafræði markþjálfunar.
Gefin eru heimaverkefni fyrir þátttakendur til að fara í á milli skipta, og geta þar með deilt reynslu sinni á námskeiðinu og fá þá nánari leiðbeinslu eftir því sem við á, til að tryggja sem best árangur hvers og eins.
Námskeið
Djúpslökun og innri kyrrð
Lengd: 9 klst
(3 skipti, 3 klst í hvert skipti)
Næsta námskeið hefst bráðlega
Nánar tilkynnt síðar