Sjálfs-tenging

Finndu hvað það getur skipt þig miklu máli að tengja þig reglulega inn á við - og hvernig.

Dagar, vikur, ár geta liðið án þess að við gefum okkur stund með sjálfum okkur og virkilega tengst við okkar innri persónu, innri verund, innri mátt, innri kjarna, eigin tilgang. Það er svo auðvelt að gleyma sér í amstri hversdagsleikans, eða hreint bara "gefa sér aldrei tíma" til að staldra aðeins við og taka smá stöðumat á sjálfum sér. Að finna hvert þú ert í rauninni að fara, og hvort þú vilt breyta því, eða styrkja enn betur.

Kannast þú við þessar spurningar:
"Er ég að upplifa mig á minni réttu leið í lífinu?"
"Er ég að fara í háttinn á kvöldin ánægð/ur með daginn?"
"Er ég að hlusta á og fylgja hjarta mínu?"
"Hver er ég?"

Með einfaldri en markvissri hugleiðsluæfingu þjálfast þátttakendur í að tengja sig reglulega við innri kjarna og efla tengslin við sinn eigin kraft, drauma, stefnu, tilgang.

Með aðferðafræði markþjálfunar og leiddri hugleiðslu förum við í gegnum þessi atriði o.fl. sem skipta þig máli núna, finna betur hver þú ert og hvert þú stefnir, og hvort þú vilt mögulega breyta því eða styrkja á einhvern hátt.

Við förum einnig í nokkrar slökunar-æfingar til að auka færni þína í að búa til kyrrðar-stundir við mismunandi aðstæður, álag, stress, o.fl. með það fyrir huga að þessi hæfni geti komið þér að sem bestum notum í lífinu.

Gefin eru heimaverkefni fyrir þátttakendur til að fara í á milli skipta, og geta þar með deilt reynslu sinni á námskeiðinu og fá þá nánari leiðbeinslu eftir því sem við á, til að tryggja sem best árangur hvers og eins.

Námskeið
Sjálfs-tenging

Lengd: 9 klst
(3 skipti, 3 klst í hvert skipti)

Næsta námskeið hefst bráðlega
Nánar tilkynnt síðar

SKRÁÐU ÞIG Á BIÐLISTA!

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari