Skynjun, næmni og orkuefling

Lærðu á hvernig þú skynjar orkuna í kringum þig, hvernig áhrif það hefur á þig, og hvernig þú getur verið sterkari í þinni eigin orku.

Þú kannast eflaust við það þegar einhver í kringum þig líður greinilega ekki nógu vel, og hvernig það byrjar að "smita" út frá sér til annarra, og hvernig áhrif það hefur mögulega á þig líka.  Á nákvæmlega sama hátt finnur þú eflaust fyrir jákvæðu áhrifunum ef einhver er geislandi af gleði í nálægt þér.

Þú kannast eflaust líka við líða sérstaklega vel á sumum stöðum, og öðrum ekki eins vel.

Þú tekur mögulega eftir því hvernig mismunandi hlutir, litir, hljóð og lykt hefur breytileg áhrif á þig, t.d. eflandi, nærandi, slakandi, ... eða mögulega "neikvæð" áhrif, sem veldur t.d. þreytu, reiði, pirring o.fl.

Á námskeiðinu förum við í gegnum ýmsar verklegar æfingar þar sem þú kynnist betur hvernig þú skynjar hina ýmsu hluti á mismunandi hátt, hvernig áhrif það hefur á þig og hvernig þú getur nýtt þér það betur.

Skynjunarfærin þín eru alltaf í gangi en næmnin getur verið mis-mikil og þá sérstaklega eftir því hversu mikið (eða lítið) þú hefur hingað til beint athygli að því hvernig það virkar.

Með æfingunum á námskeiðinu og heimaverkefnum lærir þú hvernig hægt er að dýpka upplifun þína og næmni og hvernig þú getur nýtt þér það í daglegu lífi, bæði til að passa betur upp á þína eigin persónulegu orku og innri liðan, en um leið hvernig þú getur aukið styrkleika þinn, orkuna þína, sjálfsvitund þína o.fl.

Gefin eru heimaverkefni fyrir þátttakendur til að fara í á milli skipta, og geta þar með deilt reynslu sinni á námskeiðinu og fá þá nánari leiðbeinslu eftir því sem við á, til að tryggja sem best árangur hvers og eins.

Námskeið
Skynjun, næmni og orkuefling

Lengd: 9 klst
(3 skipti, 3 klst í hvert skipti)

Næsta námskeið hefst bráðlega
Nánar tilkynnt síðar

SKRÁÐU ÞIG Á BIÐLISTA!

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari