Þinn æðri máttur

Það gengur undir mörgum nöfnum, og margar skiptar skoðanir hvað það er eða hvernig á að túlka það, en það sem flestir er þó væntanlega að mestu sammála um er að það er einhvers konar æðri máttur sem við öll erum tengd við.

Upplifun þín á þínum æðri mætti er einstök fyrir þig - alveg óháð hvaða trúarbrögð þú iðkar (eða ekki). Hversu vel þú finnur fyrir eða hlustar á þinn eigin æðri mátt fer að sjálfsögðu eftir þínum eigin áhuga og vilja, en þetta námskeið er gert fyrir þá sem vilja efla þetta samband, í margs konar tilgangi.

Það eru margar leiðir til að tengjast þínum æðri mætti á meðvitaðan hátt, en er að sjálfsögðu persónubundið við hvern og einn.

Í dáleiðslu-fræðunum er þetta m.a. kallað sá partur af þér sem tengist við æðra sjálfið þitt, guðlegu vitundina þína, sem er órjúfanlegur hluti af þér og tengist við allt. Á námskeiðinu förum við í gegnum ýmsar hugverklegar æfingar, sjálfsdáleiðslu og hugleiðslu, sem byggja upp samband þitt við þinn æðri mátt, þitt æðra sjálf. Með nánara sambandi getur þú byggt upp dýpri tengingu við sjálfa/n þig, meira innsæi, sterkara jafnvægi innra með þér, kallað í auka-kraft þegar á þarf að halda, fengið svör sem þig vantar um ýmislegt sem skiptir þig máli, öðlast betri yfirsýn um tilveru þína, o.m.fl.

Þetta námskeið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem vinna við einhvers konar meðhöndlun og/eða eru í dýpri þekkingarleit um sjálfa sig og tilgang sinn.

Gefin eru heimaverkefni fyrir þátttakendur til að fara í á milli skipta, og geta þar með deilt reynslu sinni á námskeiðinu og fá þá nánari leiðbeinslu eftir því sem við á, til að tryggja sem best árangur hvers og eins.

Námskeið
Þinn æðri máttur

Lengd: 9 klst
(3 skipti, 3 klst í hvert skipti)

Næsta námskeið hefst bráðlega
Nánar tilkynnt síðar

SKRÁÐU ÞIG Á BIÐLISTA!

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari