Skynjun, næmni og orkuefling - námskeið
kr.35,000
Á námskeiðinu förum við í gegnum ýmsar verklegar æfingar þar sem þú kynnist betur hvernig þú skynjar hina ýmsu hluti á mismunandi hátt, hvernig áhrif það hefur á þig og hvernig þú getur nýtt þér það betur. Skynjunarfærin þín eru alltaf í gangi en næmnin getur verið mis-mikil og þá sérstaklega eftir því hversu mikið (eða lítið) þú hefur hingað til beint athygli að því hvernig það virkar.