Skynjun og næmni - Einkatími

kr.14,000

Þetta er stakur tími (2 klst) þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli, núna, í skynjun og næmni.

Farið verður í allnokkrar aðferðir sem virka til að ná að betri stjórn á huga þínum, og lægja öldurót hugsana þinna sem stuðla að sífelldu streymi af innri áreitum og halda þér frá því að finna kyrrð hið innra, sem jafnvel er að koma í veg fyrir eðlilegan nætursvefn.

Með markþjálfunarnálguninni förum við líka yfir þau atriði sem eru að skapa ytri áreiti og truflanir sem eru að vinna gegn vellíðan þinni, og finnum hvað hægt er að gera til að þú getir upplifað meiri hugarró.

Sjá nánari lýsingu.

Vöruflokkur: