Ráðgjöf

Eftir langa og fjölbreytta reynslu af uppsetningu og vinnslu vefsíðna og ýmis konar lausnum sem tengjast internetinu, þá býð ég upp á hlutlausa en víðfeðma ráðgjöf í öllu sem tengist vefmálum á einhvern hátt.

Þarftu að búa til vefsíðu, en ert ekki viss hvað á að gera? .. eða hvers konar framsetning myndi passa best fyrir það sem þig langar að kynna?

Ertu með gamla vefsíðu sem þarf að uppfæra?.. eða meta hvort væri betra að búa til nýja frá grunni?

Ertu með vefsíðu en vantar aðstoð við að uppfæra efni eða fídusa á henni?

Langar þig að vefsíðan þín virki betur?

Býður þú upp á þjónustu sem þig langar að kynna betur á netinu, innanlands- og/eða erlendis?

Vantar þig aðstoð með næstu skref í vefmálunum?