Skilmálar vefverslunar
Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum og þjónustu í vefverslun Ljóseindar til neytanda. Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin. Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskipti á netinu.
SKILGREININGAR
Seljandi er Ljóseind ehf kt. 620211-0870. Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem kaupandi á reikning.
SKILARÉTTUR
Ef ekki reynist unnt að afgreiða pantaða þjónustu af hálfu Ljóseindar innan eðlilegs tíma (eða vegna endurtekinna forfalla af hálfu Ljóseindar), er viðkomandi pöntun endurgreidd. Ef kaupandi er ekki sáttur við veitta þjónustu skal hafa samband við Ljóseind og ræða viðkomandi mál til að meta mögulega endurgreiðslu.
VERÐ OG VERÐBREYTINGAR
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti ýmist 11% eða 24% og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Ljóseind áskilur sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp. Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar eða jafnvel breyting á verði viðkomandi þjónustu. Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.
PERSÓNUVERND
Allar upplýsingar sem varða kaup í gegnum vefverslun Ljóseindar eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og eru eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti. Upplýsingar um greiðslukortanúmer berast ekki seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.
SENDINGARMÖGULEIKAR OG KOSTNAÐUR
Allar núverandi vörur eða þjónusta í boði í vefverslun Ljóseindar er annaðhvort skjal eða aðgangur í efni sem er hægt að sækja strax um leið og pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað og verið staðfest. Þar með er ekkert sent með pósti.
AFHENDINGARTÍMI
Allar núverandi vörur eða þjónusta í boði í vefverslun Ljóseindar er annaðhvort skjal eða aðgangur í efni sem er hægt að sækja strax um leið og pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað og verið staðfest. Í þeim tilvikum þar sem um þjónustu, þjónustupakka, kennslu eða námskeið er að ræða, fer það fram á þeim tíma sem er auglýstur í hvert skipti, eða tímasetning bókunar í einkatíma sem er ákveðinn eftir að tími hefur verið pantaður.
ÖRYGGI
Leitast er við að tryggja hámarksöryggi við að versla hjá www.ljoseind.is. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu DALPAY RETAIL.
GREIÐSLUMÖGULEIKAR
Í vefverslun Ljóseindar er boðið uppá beinar millifærslur, greiðslur með öllum helstu greiðslukortum og Netgíró. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.
NETGÍRÓ
Til þess að geta nýtt sér þennan greiðslumöguleika er skilyrði að viðskiptavinur sé með aðgang hjá Netgíró sem hægt er að sækja um hér www.netgiro.is. Viðskiptavinur þarf þá einungis að slá inn kennitölu og lykilorð þegar kaup eru staðfest. Greiðsluseðill birtist í heimabanka viðskiptavina með vaxtalausum 14 daga greiðslufresti.
SELJANDI
Ljóseind ehf. Kt. 620211-0870
Ármúla 29
108 Reykjavík
Sími: 898 8881
Netfang: ljoseind@ljoseind.is
VSK no: 107353
STAÐSETNING VEFVERSLUNAR/ÞJÓNUSTUAÐILA
Ljóseind ehf
Ármúla 29, 2. hæð, #2,#4
108 Reykjavík