Tæknilausnir ljósberans

Fyrir meðferðaraðila, leiðbeinendur, ráðgjafa, markþjálfa, kennara og í raun alla sem búa yfir þekkingu eða aðferðum sem geta gagnast fólki á leið sinni um lífið.

 

Ertu ein/n af þeim sem býrð yfir þekkingu, hæfni, reynslu og/eða öðrum dýrmætum upplýsingum sem geta gagnast öðrum á fjölmargan hátt, en þig skortir mögulega tæknilega þekkingu til að nýta tæknilegar lausnir á internetinu til að koma efninu þínu betur frá þér til þeirra sem eru að leita eftir því?

Eitt af megin markmiðum Ljóseindar er að veita leiðir til að auðvelda þér að skína ljósi þínu til heimsins, og á þannig hátt að það gagnist öllum sem best (líka þér).

Við sjáum m.a. um að:

  • Búa til vefsíðu með markaðslegri framsetningu á þinni sérhæfni og það sem þú býður upp á.
  • Framleiða kynningar, kennslu- og þjálfunar-myndbönd með þér og þínu efni til að nota á internetinu, hvort sem er fyrir almenna spilun eða námskeið.
  • Framleiða námskeið með þér, byggt á þínu eigin efni og efnistökum, sem þú getur notað til að gefa eða selja aðgang í.
  • Setja upp sjálfvirkt námskeiðakerfi á vefsíðunni þinni sem gerir þér kleift að kynna, selja og veita aðgang í námskeiðið þitt á netinu, án þess að þú þurfir að gera nokkuð annað en að kynna námskeiðið og hvar hægt er að panta það.
  • Framleiða til hljóðskjöl fyrir kennslu, þjálfun eða podcast.
  • Búa til þína eigin hugleiðslu (ásamt slakandi hljómum og tónum á sérhæfðri heilabylgjutíðni).
  • Uppfærsla á þinni núverandi vefsíðu og/eða almennt viðhald (sjá um allt þetta tæknilega).
  • Skrifa texta um það sem þú ert að bjóða upp á, og setja það upp á vefsíðu eða prentað efni.
  • Uppsetning og tenging á þínu eigin póstlistakerfi sem hjálpar þér að byggja upp stóran hóp af dyggum viðskiptavinum sem þú getur reglulega verið í sambandi við og kynnt fyrir það sem þú ert að bjóða upp á.

Hafðu samband til að fara nánar yfir það sem þig vantar aðstoð með til að auðvelda ljósi þínu að gera heiminn betri.

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari