Árangursríkari samskipti
Viltu hafa auðveldari samskipti við fólk í kringum þig?
Langar þig að finna og vinna með þau atriði hjá þér sem þér finnst vera halda aftur af þér í samskiptum við aðra?
Viltu efla þinn eigin innri styrk, sjálfstraust, samskiptahæfni.
Viltu umbreyta þínum eigin innri samskiptum við sjálfa/n þig?
Þessi sérstaki þjónustupakki er í raun blanda af fókusaðri markþjálfun og einkanámskeiði, þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli, núna.
Við förum yfir þau atriði sem þú ert að eiga við í dag, hvort sem það tengist vinnustaðnum, vinum, börnum, maka, eða lífinu almennt.
Það skipti miklu máli að vera til staðar fyrir sjálfa/n sig, í eigin innri samskiptum, því það hefur bein áhrif á allt í kringum þig.
Samskiptin eru það sem þú notar til tjáskipta við veröldina í kringum þig, hvernig þú tengist og hefur áhrif á aðra, og hvernig þú virkar sjálf/ur.
Við skoðum einnig ýmsa þætti sem geta aukið sjálfsvitund þína, þín eigin hegðunarmynstur og hvernig það spilar við hegðunarmynstur annarra í kringum þig.
Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa/n þig, og hvernig það nýtist þér í næstu skrefum inn í lífið.
Þetta er 1 stakur tími (2 klst) með fókus á það sem skiptir þig máli að fara í, sem tengist árangursríkari samskiptum hjá þér við þig og umheiminn. Í kjölfar tímans gefst þér svo kostur á að panta fleiri framhaldstíma (með afslætti). Þegar pantaðir eru fleiri tímar, þá er hægt að setja enn betra heildarprógram saman fyrir þig, t.d. með áhrifaríkum heimaverkefnum til að fara í á milli skipta, ásamt meira efni sem verður afhent í tímum.
Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.