Aukið sjálfstraust

Viltu upplifa meiri innri styrk?

Viltu efla sjálfstraustið þitt í nýjar hæðir?

Viltu finna kraftinn sem leynist innra með þér?

Viltu uppgötva möguleikana sem búa í þér nú þegar?

Þessi þjónustupakki er blanda af fókusaðri markþjálfun og einkanámskeiði, þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli, núna, til að þú öðlist meira sjálfstraust og meiri innri styrk.

Við förum yfir þau atriði sem þú ert að eiga við í dag, hvort sem það tengist vinnustaðnum, vinum, börnum, maka, eða lífinu almennt.

Það skipti miklu máli að vera til staðar fyrir sjálfa/n sig, í eigin innri samskiptum, því það hefur bein áhrif á allt í kringum þig.

Hverju myndi það breyta fyrir þig að finna betur fyrir þínum eigin innri styrk og hafa meiri trú á sjálfa/n þig?

Hvað myndir þú gera ef þú sæir allt í einu leið til að tækla það sem er að hindra þig mest í að upplifa vellíðan og meira sjálfstraust?

Við skoðum einnig ýmsa þætti sem geta aukið sjálfsvitund þína, þín eigin hegðunarmynstur og hvernig það spilar við hegðunarmynstur annarra í kringum þig.

Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt  um sjálfa/n þig, og hvernig það nýtist þér í næstu skrefum inn í lífið.

Þetta eru 2 skipti (2 x 1.5 klst) með fókus á það sem skiptir þig máli að fara í, sem tengist að styrkja sjálfstraust þitt. Eftir fyrri tímann færðu nokkur auðveld en öflug heimaverkefni sem gagnast styrkingarferlinu enn betur, sem verður svo farið yfir betur í seinni tímanum, sem þú getur svo haldið áfram að nýta þér til framtíðar.

Innifalið í þessum pakka er einnig Silva djúpslökunarhugleiðslan (að verðmæti 2.500 kr.) sem er frábær aðferð til að nýta m.a. til að efla þinn eigin styrk, innra jafnvægi og sjálfstraust. Þetta er hljóðskjal á mp3 formi sem þú getur spilað hvenær og hvar sem þér hentar. Sjá nánari umfjöllun hér.

 

Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.

Sjálfseflispakki
Aukið sjálfstraust

Innifalið:
• 3 klst einkatími/námskeið (2 x 1,5 klst)
• Silva djúpslökunarhugleiðsla (að verðmæti 2.500 kr.)

Verð: 22.000 kr

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari