Betra skipulag og tímastjórnun

Viltu hafa meiri tíma til að sinna sem skiptir þig mestu máli?

Finnst þér ekkert hafa komist í verk í lok dagsins?

Lifir þú frá degi til dags án þess að komast nær markmiðum þínum?

Viltu öðlast meiri stjórn á lífi þínu?

Þessi þjónustupakki er blanda af fókusaðri markþjálfun og einkanámskeiði, þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli, núna, til að þú náir að koma betra skipulagi á daginn/vikuna/mánuðinn.

Við förum yfir þau atriði sem þú ert að eiga við í dag, hvort sem það tengist vinnunni, heimilislífi, persónulegum markmiðum og/eða öðrum grunn-stoðum í lífi þínu.

Innan um öll þau áreiti og truflanir sem dagurinn þinn litast mögulega talsvert af í dag, getur verið erfitt að komast yfir öll nauðsynlegu atriðin nægilega vel til að þú finnir til ánægju með hvað þú hefur náð að áorka í dagslok.

Við skoðum hvað það er sem skiptir þig mestu máli að ná að afgreiða yfir daginn eða vikuna, og finnum leiðir sem passa fyrir þig til að geta umbreytt lífinu þínu og komið þér í örugga ferð í átt að markmiðum þínum, hvort sem það eru skammtímamarkmið eða til lengri tíma.

Það er mikil breyting upplifa meiri yfirsýn og finna hvernig þér tekst að komast skref fyrir skref nær því sem skiptir þig mestu máli. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera með rétta skipulaginu!

Við skoðum einnig ýmsa þætti sem geta aukið sjálfsvitund þína, þín eigin hegðunarmynstur og hvernig það spilar við hegðunarmynstur annarra í kringum þig.

Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt  um sjálfa/n þig, og hvernig það nýtist þér í næstu skrefum inn í lífið.

Þetta er 1 stakur tími (2 klst) með fókus á það sem skiptir þig máli að fara í, sem tengist betra skipulagi og tímastjórnun. Í kjölfar tímans gefst þér svo kostur á að panta fleiri framhaldstíma (með afslætti). Þegar pantaðir eru fleiri tímar, þá er hægt að setja enn betra heildarprógram saman fyrir þig, t.d. með áhrifaríkum heimaverkefnum til að fara í á milli skipta, ásamt meira efni sem verður afhent í tímum.

Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.

Sjálfseflispakki
Betra skipulag og tímastjórnun

Innifalið: 2 klst einkatími/námskeið

Verð: 14.000 kr.

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari