Innri hugarró

Áttu erfitt með að kyrra hugann?

Viltu ná meiri færni í einbeitingu?

Viltu upplifa raunverulega djúpslökun í huga og líkama?

Viltu geta tekið betri ákvarðanir og/eða séð hlutina í skýrara ljósi án ytri truflana?

Þessi sérstaki þjónustupakki er blanda af fókusaðri markþjálfun og einkanámskeiði, þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli, núna.

Farið verður í aðferðir sem virka til að ná betri stjórn á huga þínum, og lægja öldurót hugsana þinna sem stuðla að sífelldu streymi af innri áreitum og halda þér frá því að finna kyrrð hið innra, sem jafnvel er að koma í veg fyrir eðlilegan nætursvefn.

Með markþjálfunarnálguninni förum við líka yfir þau atriði sem eru að skapa ytri áreiti og truflanir sem eru að vinna gegn vellíðan þinni, og finnum hvað hægt er að gera til að þú getir upplifað meiri hugarró.

Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa/n þig, og hvernig þú getur skapað þér réttar aðstæður til að geta upplifað innri kyrrð og slökun, þegar þú þarft á því að halda, á þann hátt sem þér hentar.

Þetta er 1 stakur tími (2 klst) með fókus á það sem skiptir þig máli að fara í, sem tengist innri hugarró. Í kjölfar tímans gefst þér svo kostur á að panta fleiri framhaldstíma (með afslætti). Þegar pantaðir eru fleiri tímar, þá er hægt að setja enn betra heildarprógram saman fyrir þig, t.d. með áhrifaríkum heimaverkefnum til að fara í á milli skipta, ásamt meira efni sem verður afhent í tímum.

Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.

Sjálfseflispakki
Innri hugarró

Innifalið: 2 klst einkatími/námskeið

Verð: 14.000 kr.

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari