Skynjun og næmni

Finnur þú fyrir líðan annarra í kringum þig?

Áttu erfitt með að aðgreina þína eigin líðan frá líðan annarra?

Skynjar þú oft eitthvað í kringum meira en aðrir?

Viltu fá dýpri skilning á hvernig skynjun þín virkar?

Þessi sérstaki þjónustupakki er blanda af fókusaðri markþjálfun og einkanámskeiði, þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli núna, varðandi skynjun þína, upplifun þína og hvernig það getur nýtst þér betur.

Farið verður í allnokkrar aðferðir sem virka til að ná að öðlast betri skilning og næmni á því hvernig þú skynjar það sem er í kringum þig, og hvernig það getur nýtst þér betur, þegar þú kannt betur að á það. Einnig verður farið í hvernig þú styrkir þína eigin orku og finnir hvar mörkin eru á milli þín og annarra.

Ýmsar verklegar æfingar sem þjálfa enn betur upp næmni þína á mismunandi hátt, sem þú getur svo haldið áfram að þróa.

Með markþjálfunarnálguninni förum við líka yfir þau atriði sem eru að hafa áhrif á hvernig þú upplifir það sem þú ert að skynja, hvort og hvernig það hefur truflandi eða eflandi áhrif á þig dagsdaglega, en fókusinn er þó hvernig þú getur orðið sterkari orkulega séð, og hvernig þú getur skilið og nýtt þér betur það sem þú ert að skynja, hverju sem það tengist í lífi, vinnu, umgengni við aðra, meðhöndlun, eða innri upplifanir.

Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa/n þig, og hvernig þú getur nýtt þér betur þá hæfileika sem þú býrð nú þegar yfir.

Þetta er 1 stakur tími (2 klst að lengd) með fókus á það sem skiptir þig máli að fara í, sem tengist skynjun og næmni þinni. Í kjölfar tímans gefst þér svo kostur á að panta fleiri framhaldstíma (með afslætti). Þegar pantaðir eru fleiri tímar, þá er hægt að setja enn betra heildarprógram saman fyrir þig, t.d. með áhrifaríkum heimaverkefnum til að fara í á milli skipta, ásamt meira efni sem verður afhent í tímum.

Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.

Sjálfseflispakki
Skynjun og næmni

Innifalið: 2 klst einkatími/námskeið

Verð: 14.000 kr.

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari