Skýrari framtíðarsýn

Hvert stefnir þú í lífinu?

Hvernig viltu að lífið þitt sé eftir 5 ár? 10 ár? 

Viltu upplifa hvernig það er að hafa það sem þú sækist eftir núna?

Viltu finna hvernig þú getur farið auðveldari leið að þinni framtíðarsýn?

Þessi sérstaki þjónustupakki er blanda af fókusaðri markþjálfun og einkanámskeiði, þar sem farið verður sérstaklega í þá þætti sem skipta þig mestu máli, núna.

Með einstakri nálgun markþjálfunar færðu sterkari og lifandi sýn að þinni framtíð, hvað þú vilt að lífið þinn einkennist af þá og komist þá um leið að því hvað þú getur gert nú þegar til að auka líkurnar margfallt á að framtíðarsýnin þín verði að veruleika.

Það getur verið ótrúlega margt sem fer af stað um leið og framtíðarsýnin þín er orðin sterk og þú virkilega veist hvert þú ert að fara, hver köllun þín er, og fyrir hverju neistinn þinn kveiknar.

Farið verður yfir hvernig þú getur gefið þig betur inn í þetta flæði sem fer af stað enn sterkara, eins og kveikt sé á ýmsum "tilviljunum" sem byrja að laðast að þér, sem beina þér áfram á braut þinni að framtíðarsýninni þinni. Hver veit nema það gerist mun fyrr en þig grunar?

Fyrr en varir ertu búin/n að uppgötva eitthvað nýtt um sjálfa/n þig!

Þetta er 1 stakur tími (2 klst) með fókus á það sem skiptir þig máli að fara í, sem tengist skýrari framtíðarsýn þinn og hvað það gerir fyrir þig. Í kjölfar tímans gefst þér svo kostur á að panta fleiri framhaldstíma (með afslætti). Þegar pantaðir eru fleiri tímar, þá er hægt að setja enn betra heildarprógram saman fyrir þig, t.d. með áhrifaríkum heimaverkefnum til að fara í á milli skipta, ásamt meira efni sem verður afhent í tímum.

Fyllsta trúnaði er heitið - að sjálfsögðu.

Sjálfseflispakki
Skýrari framtíðarsýn

Innifalið: 2 klst einkatími/námskeið

Verð: 14.000 kr.

Leiðbeinandi

Hjalti Freyr Kristinsson
ICF markþjálfi, dáleiðslutæknir Dip.CH, kerfisfræðingur, heilsunuddari