
Ég byrjaði ég snemma að vinna með ýmis konar margmiðlun, fyrst í framleiðslu sjónvarpsefnis, grafíkvinnsla, klippingar, hljóðvinnsla, effectavinnsla, o.fl. sem þróaðist svo áfram yfir í vefsíðugerð og allt sem því tengdist, sem sameinaði svo mörg og fjölbreytt áhugasvið að vinna með. Ég fór því fljótt að aðstoða fólk og fyrirtæki með vefmálin sín og hef gert það í einu eða öðru formi síðan á síðustu öld (vá hvað þetta líður). Ég hef að mestu leyti unnið sjálfstætt og ævinlega tamið mér þá hugsun að leysa málin, hvernig svo sem það er gert, og hef því tileinkað mér fjölbreyttrar færni á hinum ýmsu sviðum, jafnframt því að sinna andlegri sjálfsrækt, heildrænni heilsu- og hugareflingu og haldið ýmis námskeið og þjálfanir í þeim geira.
Ég býð upp á ýmis konar þjónustu í því sem ég kann fyrir mér, með áherslu á aðstoð við vefvinnslu, ráðgjöf, og veita fólki auðveldari farveg að því að koma sér, þjónustu sinni eða fyrirtæki [betur] á framfæri til umheimsins með aðstoð netsins og þeirra fjölbreyttu möguleika sem það býður upp á, með einu eða öðru formi, ásamt því að bjóða upp á námskeið á ýmsum sviðum sem tengjast vefsíðugerð eða notkun internetsins.
Ég skil/greini "vanda"mál, og finn leiðir til lausna, hvort sem það er í rafrænu eða huglægu formi, eða einhvers staðar þar á milli ;)