Vefsíðugerð

Ég býð upp á uppsetningu á alls konar mismunandi vefum, einföldum og flóknari. Allt eftir því hver þörfin er.
 • Vantar þig að búa til vefsíðu en hefur ekki hugmynd um hvað þarf að gera, frá A til Ö, og allt sem því tengist, t.d. panta lén, vefhýsingu, hvaða umsjónarkerfi er best að nota (HTML, WordPress, Joomla etc), póstlista, skráningarform, nýting samfélagsmiðla (Facebook, Twitter, Pinterest, LinkedIn o.fl.), efnisvinnsla, aðgengi fyrir snjalltæki (responsive síður) o.fl.?
 • Ertu að búa til vefsíðu en vantar auka aðstoð eða tæknilega kunnáttu til að klára málið?
 • Ertu nú þegar með vefsíðu en þarft að betrumbæta framsetningu innihaldsins til að gera hana auðveldari í notkun og læsileika fyrir notendur?
 • Býður þú upp á vörur og/eða þjónustu sem þig langar að kynna á netinu?
 • Ertu að búa til vefsíður fyrir aðra en vantar einhvern til að aðstoða þig með ýmis tæknileg atriði o.fl. til að geta skilað verkefni vel og tímanlega af þér?
 • Ertu að reyna nýta þér erlent vinnuafl (VA, outsourcing) en vantar aðstoð við að stýra ferlinu, gera verklýsingu, leita tilboða, meta mögulega samstarfsaðila, fylgja eftir verkum, prófa og staðfesta virkni sem var beðið um…. þ.e. fylgja verkinu til enda og sjá til þess að það sé gert og klárað rétt.
 • Vantar þig aðstoð við að búa til sölu-, kynningar-, skráningar-síður (squeeze pages) til að taka við þeim sem smella á auglýsingar frá þér, til að tryggja betri árangur auglýsinganna þinna?
 • Myndi það gagnast þér að hafa einhvern að vinna "baksviðs" fyrir þig til að leysa betur verkefni sem þú tekur að þér?
 • Ertu að búa til kynningarherferð á vefnum og vantar einhvern til að halda utan um vefhlutann, búa til, þróa, slípa til og/eða auka árangursvirkni fyrir þig?
 • Ertu með stórt og yfirþyrmandi vefsíðu-verkefni og vantar einhvern sem þú getur treyst til að hjálpa þér að klára málin, þarfagreina, skipuleggja, forgangsraða, útdeila og fylgja eftir verkum, skilja allt tæknimálið o.s.frv. ?
 • Ertu að leita að sérstakri veflausn en vantar aðstoð við að finna það rétta sem passar best fyrir þig?
Vantar þig einhvern sem þú getur treyst til að sjá um vefmálin fyrir þig eða fyrirtækið þitt?